Rannsóknarnefnd Alþingis um Íbúðalánasjóð
Rannsóknarnefnd Alþingis um Íbúðalánasjóð, sem var skipuð í september 2011 á grundvelli þingsályktunar frá 17. desember 2010, skilaði skýrslu sinni þriðjudaginn 2. Júlí 2013. Formaður nefndinnar var Sigurður Hallur Stefánsson, fyrrverandi héraðsdómari. Með honum í nefndinni voru Kirstín Flygenring hagfræðingur og Jón Þorvaldur Heiðarsson, lektor við viðskiptafræðideild Háskólans á Akureyri.
Vefútgáfa skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð er aðalútgáfa skýrslunnar.