Sparisjóðir
Formaður nefndar um rannsókn á orsökum og falli sparisjóðanna var Hrannar Már S. Hafberg, lögfræðingur, sem tók við formennsku 26. september 2012 af Sigríði Ingvarsdóttur, héraðsdómara. Með honum í nefndinni voru Tinna Finnbogadóttir, hagfræðingur, og Bjarni Fr. Karlsson, lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Var nefndinni ætlað að leita sannleikans um aðdraganda og orsök rekstrarerfiðleika og gjaldþrots sparisjóðanna á Íslandi, sbr. þingsályktun Alþingis frá 10. júní 2011.