Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna
Rannsóknarnefnd Alþingis um rannsókn á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna, sem skipuð var í ágúst 2011 á grundvelli þingsályktunar frá 10. júní 2011, skilaði skýrslu sinni fimmtudaginn 10. apríl 2014.
Formaður nefndar um rannsókn á orsökum og falli sparisjóðanna var Hrannar Hafberg lögfræðingur, sem tók við formennsku 26. september 2012 af Sigríði Ingvarsdóttur héraðsdómara. Með honum í nefndinni voru Tinna Finnbogadóttir fjármálahagfræðingur og Bjarni Frímann Karlsson, lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Vefútgáfu skýrslunnar er ætlað að vera aðalútgáfa skýrslunnar. Í henni eru birtar niðurstöður sjálfstæðrar, óháðrar rannsóknar nefndarinnar, þar á meðal á starfs- og lagaumhverfi sparisjóðanna, útlánum, fjárfestingum, stofnfjáraukningu, arðgreiðslum og fjárhagslegri endurskipulagningu þeirra eftir því sem þingsályktunin mælti fyrir um.