Rannsókn á erlendri þátttöku í kaupum á 45,8% eignarhlut í Búnaðarbanka Íslands hf. o.fl.
Þann 2. júní 2016 samþykkti Alþingi þingsályktun í samræmi við ákvæði laga nr. 68/2011, um rannsóknarnefndir, að fram færi rannsókn á þátttöku þýska bankans Hauck & Aufhäuser Privatbankiers KGaA í kaupum á 45,8% eignarhlut ríkisins í Búnaðarbanka Íslands hf. Var þar jafnframt mælt fyrir að rannsóknin yrði falin einum manni sem forseti Alþingis skipaði samkvæmt 1. mgr. 2. gr. laga nr. 68/2011, sem drægi saman og byggi til birtingar upplýsingar um málsatvik og aðkomu einstakra aðila að þátttöku þýska bankans í kaupunum með tilliti til þeirra upplýsinga sem kaupendur veittu íslenska ríkinu sem seljanda og stofnunum þess. Í þingsályktuninni var mælt fyrir um að rannsókninni skyldi ljúka svo fljótt sem verða mætti og eigi síðar en 31. desember 2016.
Með vísan til þessarar ályktunar Alþingis og í samræmi við 2. gr. laga nr. 68/2011 skipaði forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, Kjartan Bjarna Björgvinsson, dómara við héraðsdóm Reykjavíkur til að stýra rannsókninni.
Upplýsingar um aðsetur og símanúmer
Skrifstofa og vinnuaðstaða vegna rannsóknarinnar er í húsnæði Alþingis að Austurstræti 14. Netfang: [email protected]
- Kjartan Bjarni Björgvinsson, [email protected], s. 563 0800 eða 853 0770
- Finnur Þór Vilhjálmsson, [email protected], s. 563 0801