Öryggismál og meðhöndlun persónupplýsinga

Vefur rannsóknarnefnda Alþingis safnar ekki sjálfkrafa neinum persónurekjanlegum gögnum um notkun og notendur. 

Mælingar á notkun

Umferð um vefsvæðið er mæld með vefmælingakerfinu Plausible.

Plausible safnar ekki persónurekjanlegum gögnum og notar ekki vefkökur. Þjónusta Plausible byggir á skammlífum auðkennum og fellur ekki undir vinnslu persónuupplýsinga.

Gögn sem Plausible safnar eru m.a. fjöldi flettinga á vefsíðum og skjölum, upplýsingar frá tækjum sem heimsækja vefinn (s.s. tegund vafra, stýrikerfi, skjáupplausn, staðsetning niður á bæjarfélag), hvaða vefsíður vísuðu á vefinn og á hvaða vefi Alþingisvefurinn vísaði. Nánari upplýsingar eru á vef Plausible.

Tenging við samfélagsmiðla

Á vefsíðum þar sem boðið er upp á að deila síðunni er náð í efni frá Twitter og Facebook við það eru sendir vafrinn upplýsingar á viðkomandi þjónustu.